Auðveldara að sannfærast um loftlagsbreytingar

Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga
Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga mbl.is/Árni Sæberg

Patricia Espinosa fram­kvæmda­stjóri Loftslags­stofn­unn­ar Sam­einuðu þjóðanna sagðir í erindi sínu á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu í morgun að með auknum áhrifum loftlagsbreytinga um heiminn væru ógnir loftlagsbreytinga orðnar raunverulegar fyrir mun fleiri og þar af leiðandi væri auðveldara að sannfæra fólk um loftlagsbreytingar en áður fyrr. Hún telur að auka þurfti viðleitni við minnkun kolefnisspora okkar strax. 

Mettími flutningaskips staðfestir hlýnun 

„Einstakur atburður átti sér stað nýverið þegar að sérhannað flutningaskip sigldi í gegnum norðurskautshafið án aðstoðar ísbrjóts. Mig langar til að deila með ykkur hvað þetta þýðir út frá sjónarhorni loftlagsbreytinga,“ sagði Patricia og vísaði þar til rússneska flutningaskipsins Christophe de Margerie sem ferðaðist frá Noregi til Rússlands á nítjan dögum fyrr á árinu sem er um 30% fljótlegri leið heldur en hefðbundna leiðin í gegnum Suarez Canal. 

Frétt mbl.is: Sigldi norðaust­ur­leiðina á mettíma

„Í stuttu máli þá staðfestir þetta það sem við vitum nú þegar, að loftlagsbreytingar séu að breyta í grundvallaratriðum breyta lífum okkar, vinnu okkar og viðskiptaháttum. Íbúar, frumbyggjar og forfeður þeirra á Norðurslóðum hafa haft áhyggjur af loftlagsbreytingum í áraraðir en þeir þurftu ekki nýjustu vísindi til að vita að eitthvað væri að veðurmynstrum, þeir þurftu bara að líta upp til að sjá minnkandi ísjaka, breytingar í mynstri farfugla og lífríkisins. Þessar breytingar fóru að mestu leyti framhjá þeim sem búa sunnan sextugasta breiddarbaugsins af því að þrátt fyrir að vísindin séu óumdeilanleg þá hefur verið erfitt að sannfæra fólk um að grípa til aðgerða vegna loftlagsbreytinga þar sem að þau gátu hvorki séð, snert né fundið fyrir breytingunum,“ sagði Patricia.

Veðrið bíður ekki eftir okkur

„Þessi staða hefur breyst, hvort sem það eru fellibylir í Karabíahafinu, þurrkar í Afríku eða skógareldar í Norður Ameríka þá sér heimurinn í dag að loftlagsbreytingar er skýr hætta sem er raunverulega til staðar. Við finnum til með þeim sem hafa glatað öllu frá heimilum til vinnu og í sumum tilfellum fjölskyldumeðlimum en þessar náttúruhamfarir undirstrika um leið mikilvæga staðreynd. Við erum að verða uppiskroppa með tíma til að snúa loftlagsbreytingum við og til að snúa við verðum við að auka viðleitni okkar verulega við að draga úr kolefnisfótsporum okkar, ekki á morgun, ekki eftir fimm daga heldur í dag. Veðrið bíður ekki eftir því að við grípum til aðgerða.“

Norðurskautið er framlínan

„Norðurskautið er framlína loftlagsbreytinga. Það hlýnar hraðar en nokkur annars staður í heiminum og bráðnun jöklanna er að hækka yfirborð sjávar um allan heim, ekki á næstunni heldur í dag. Yfirborð sjávar er að hækka hraðar heldur en nokkurn tímann í sögunni og vísindamenn segja að það sé mögulegt að við munum sjá ís-laus sumur á Norðurskautinu á líftóma okkar. Kannski ekki á mínum líftíma en sum ykkar gætuð orðið vitni af því. Þetta var nánast óhugsanlegt fyrir örfáum áratugum. Vandamál sem voru áður langt frá heimkynnum margra eru bókstaflega að nálgast þröskuld heimila þeirra í dag. Borgir á borð við Miami hafa upplifað mikil flóð, jafnvel við góðar veðuraðstæður og borgir á láglendi geta horfið á næstunni. Það er í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert