Erlent

Fartölvubann tekur gildi í dag

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Farþegar frá tíu löndum munu ekki geta haft fartölvur eða spjaldtölvur meðferðis á leið til Bandaríkjanna og Bretlands.
Farþegar frá tíu löndum munu ekki geta haft fartölvur eða spjaldtölvur meðferðis á leið til Bandaríkjanna og Bretlands. Vísir/EPA
Bann við fartölvum og spjaldtölvum í farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Bretlands frá nokkrum ríkjum tekur gildi í dag. BBC greinir frá.

Í Bandaríkjunum nær bannið til átta landa en í Bretlandi nær það til sex. Bannið í báðum löndum nær því samtals til farþega í tíu löndum.

Þau eru Tyrkland, Marakkó, Jórdanía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Katar, Sádí Arabía, Kúveit, Túnis og Líbanon.

Öll raftæki sem eru stærri í sniðum en snjallsímar verða því bönnuð í farþegarýmum flugvélanna, en að sögn yfirvalda er þetta gert vegna þess að talin er aukin hætta á því að reynt verði að fela sprengiefni í slíkum raftækjum.

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur hvatt yfirvöld í ríkjunum tveimur til þess að aflétta banninu sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×