fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Ólöf Nordal er látin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Nordal, alþingismaður og fyrrverandi innanríkisráðherra, er látin, fimmtíu ára að aldri. Ólöf greindist með krabbamein árið 2014 og barðist við sjúkdóminn til hinsta dags.

Ólöf lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn.

Æviágrip af vef Alþingis

Fædd í Reykjavík 3. desember 1966. Foreldrar: Jóhannes Nordal (fæddur 11. maí 1924) fyrrverandi seðlabankastjóri og Dóra Guðjónsdóttir Nordal (fædd 28. mars 1928) píanóleikari og húsmóðir. Maki: Tómas Már Sigurðsson (fæddur 1. febrúar 1968) forstjóri. Foreldrar: Sigurður Kristján Oddsson og Herdís Tómasdóttir. Börn: Sigurður (1991), Jóhannes (1994), Herdís (1996), Dóra (2004).

Stúdentspróf MR 1986. Lögfræðipróf HÍ 1994. MBA-próf HR 2002.

Deildarstjóri í samgönguráðuneyti 1996–1999. Lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands 1999–2001. Stundakennari í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst 1999–2002. Deildarstjóri viðskiptalögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst 2001–2002. Yfirmaður heildsöluviðskipta hjá Landsvirkjun 2002–2004. Framkvæmdastjóri sölusviðs hjá RARIK 2004–2005 er rafmagnssala var tekin inn í sérstakt fyrirtæki, Orkusöluna, framkvæmdastjóri Orkusölunnar 2005–2006. Formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands 2013–2014. Innanríkisráðherra 4. desember 2014 til 11. janúar 2017.

Formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Auðar á Austurlandi 2006–2009. Formaður Spes, hjálparsamtaka vegna byggingar barnaþorpa í Afríku. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2010–2013 og síðan 2015.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007–2009, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 og síðan 2016 (Sjálfstæðisflokkur).

Innanríkisráðherra 2014–2016.

Allsherjarnefnd 2007–2010, samgöngunefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2007–2009, fjárlaganefnd 2009–2010, kjörbréfanefnd 2009–2011, sérnefnd um stjórnarskrármál 2010–2011, utanríkismálanefnd 2010–2011, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013 og 2017–, velferðarnefnd 2017–.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið

Baldri tókst að skjóta föður sínum ref fyrir rass og kom sér rækilega á kortið
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“